Guðseindin fundin?

Vísindamenn við CERN eru nú á blaðamannafundi þar sem fram kom að þeir telji sig hafa fundið sterkar vísbendingar um svokallaða Higgs-bóseind, en hún er stundum nefnd Guðseindin. Vísindamennirnir taka fram að frekari vísbendinga sé þörf til að staðfesta tilvist eindarinnar.

Breska dagblaðið Daily Telegraph býður upp á beina útsendingu frá blaðamannafundinum.

CERN er frönsk skammstöfun fyrir Samtök Evrópu að kjarnorkurannsóknum.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá CERN að bráðabirgðaniðurstöður séu á ferð og að frekari greiningar sé að vænta.

Fram kemur á alfræðivefnum Wikipediu um CERN að þar sé rekin samstæða af tíu hröðlum, sem ýmist eru línuhraðlar eða hringhraðlar. Þeirra stærstur er stóri sterkeindahraðallinn, LHC, en hann er 27 km að ummáli.

Gefur ögnum massa

Á Vísindavefnum er fjallað um Higgs-bóseindina, meðal annars með þessum orðum:

„Higgs-eindin hefur spunatölu s = 0 og er því bóseind. Hún er nefnd eftir skoska eðlisfræðingnum Peter Higgs sem gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Samkvæmt kenningu Higgs myndar ögnin svið sem nefnist Higgs-svið og fyllir allt rúmið. Higgs-sviðið líkist að nokkru rafsviði sem myndast í kringum rafeind en hefur þó mjög ólíka eiginleika því það er Higgs-sviðið sem gefur ögnum massa.

Allar öreindir eins og til dæmis rafeindir og róteindir þurfa að fara í gegnum þetta svið þegar þær hreyfast og verða þá fyrir draga eða dragakrafti. Því meiri sem draginn er, þeim mun meiri er massi agnanna. Þessu má líkja við hreyfingu í sýrópi. Massi er mælikvarði á tregðu agna til að hreyfast og eins og menn vita er erfiðara að hræra með skeið í sýrópskrukku en í tebolla, það er eins og skeiðin sé þyngri þegar hrært er í sýrópinu.“

Aldrei kölluð Guðseindin

Þá er vikið að ástæðu þess að eindin er kölluð Guðseindin.

„Í vísindaheiminum er ögnin aldrei kölluð guðseindin enda er lítil ástæða til að blanda saman nákvæmum vísindum og guðfræði í byrjun 21. aldar. Það var Leon Lederman nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði sem fyrstur kallaði Higgs-bóseindina guðseind í bók sinni The God Particle: If the Universe Is the Answer, What Is the Question? (1993) Þessi bók er samin fyrir almenning og hefur fengið góða dóma. Lederman notar gælunafnið guðseind hugsanlega vegna þess að Higgs-ögnin hefur það sameiginlegt með Guði að hafa aldrei sést þótt margir trúi því að hún sé til.“

Breski eðlisfræðingurinn Peter Higgs brosti breitt á blaðamannafundi sem var ...
Breski eðlisfræðingurinn Peter Higgs brosti breitt á blaðamannafundi sem var haldinn í hjá CERN í dag. AFP
Samkvæmt kenningu Higgs myndar ögnin svið sem nefnist Higgs-svið og ...
Samkvæmt kenningu Higgs myndar ögnin svið sem nefnist Higgs-svið og fyllir allt rúmið. Higgs-sviðið líkist að nokkru rafsviði sem myndast í kringum rafeind en hefur þó mjög ólíka eiginleika því það er Higgs-sviðið sem gefur ögnum massa. AFP
mbl.is
Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjö...
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu
Til sölu þískur opnari fyrir bílskúr. tegund: BERNAL Typ:BA 1000. 15000,-kr....
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...