Demantur sem er stærri en jörðin

Þversnið af plánetunni 55 Cancri e sem er að stórum …
Þversnið af plánetunni 55 Cancri e sem er að stórum hluta gerð úr demanti. Af vefnum Space.com

Á sporbaug um stjörnu sem sést með berum augum frá jörðu er pláneta ein sem er tvisvar sinnum stærri en jörðin og að mestu búin til úr demanti. Plánetan kallast 55 Cancri e og er á sporbaug um stjörnu sem líkist sólinni í stjörnumerkinu Krabbanum (e. Cancer). Plánetan fer svo hratt yfir að ár þar tekur aðeins 18 mínútur.

Franskir og bandarískir vísindamenn fundu plánetuna sem er tvisvar sinnum stærri en jörðin en átta sinnum þyngri. Yfirborð hennar er gríðarlega heitt eða um 1,648 gráður.

Að sögn Nikku Madhusudhan, vísindamanns við Yale-háskóla sem rannsakað hefur plánetuna, er yfirborð hennar líklega úr grafíti og demanti. Samkvæmt rannsókninni er talið að að minnsta kosti 1/3 hluti þyngdar plánetunnar sé tilkomin vegna demants.

Demants-plánetur hafa áður fundist en þetta er í fyrsta sinn sem slík finnst á sporbaug um stjörnu og í fyrsta sinn sem hægt hefur verið að rannsaka hana með þessum hætti, segir í frétt á vefnum Space.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert