Tunglið áður hluti af jörðinni

Var Tunglið eitt sinn hluti af jörðinni?
Var Tunglið eitt sinn hluti af jörðinni? mbl.is/Ómar

Vísindamenn við Harvard-háskóla segja vísbendingar um að tunglið hafi eitt sinn verið hluti af jörðinni. Við árekstur við aðra plánetu, eða annan massa, hafi hins vegar brot og ryk úr jörðinni losnað og síðar þést og myndað tunglið.

Rannsóknarniðurstaðan var birt á miðvikudag. Vísindamennirnir segja að kenningin skýri hvers vegna tunglið og jörðin séu samsett úr svipuðum efnum.

Þeir segja að jörðin hafi snúist mun hraðar á þeim tíma sem þetta átti sér stað. Sólarhringurinn tók aðeins 2-3 klukkustundir.

Miðað við þennan snúningshraða er hugsanlegt að árekstur við annan massa í geimnum hefði getað orsakað að ryk og brot úr jörðinni hafi orðið að tunglinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina