Hafísinn hverfandi á norðurhveli

NASA

Bráðnun heimskautaíssins hefur hækkað yfirborð sjávar um ellefu millimetra á undanförnum tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða rannsóknar fjölda vísindamanna á ís við Grænland og Suðurskautslandinu sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Science.

Þetta er nákvæmasta mat á hækkun yfirborðs sjávar sem gert hefur verið. Rannsóknin bendir jafnframt til að bráðnun heimsskautaíss hafi valdið um fimmtungi af yfirborðshækkuninni frá árinu 1992. Þá kemur fram að ísinn á Grænlandi bráðni nú fimmfalt hraðar en hann gerði það ár.

AFP
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »