Hafísinn hverfandi á norðurhveli

NASA

Bráðnun heimskautaíssins hefur hækkað yfirborð sjávar um ellefu millimetra á undanförnum tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða rannsóknar fjölda vísindamanna á ís við Grænland og Suðurskautslandinu sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Science.

Þetta er nákvæmasta mat á hækkun yfirborðs sjávar sem gert hefur verið. Rannsóknin bendir jafnframt til að bráðnun heimsskautaíss hafi valdið um fimmtungi af yfirborðshækkuninni frá árinu 1992. Þá kemur fram að ísinn á Grænlandi bráðni nú fimmfalt hraðar en hann gerði það ár.

AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: