Geimför rekast á tunglið í kvöld

Ebb og Flow rekast á Tunglið í kvöld.
Ebb og Flow rekast á Tunglið í kvöld. Rax / Ragnar Axelsson

Geimförin Ebb og Flow sem Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) skaut á loft og hringsólað hafa í kringum tunglið frá ársbyrjun munu rekast á fjall nærri norðurpól tunglsins í kvöld. Ebb rekst fyrst á tunglið en Flow 30 sekúndum síðar.

Greint er frá málinu á Stjörnufræðivefnum. Þar segir að þau muni rekast á fjallið kl. 22:28 að íslenskum tíma. Er það vegna þess að þau eru að verða eldsneytislaus og ákvað NASA að binda enda á leiðangurinn með þessum hætti í stað þess að falli hugsanlega á þá staði þar sem Apollo tunglfararnir lentu.

Gígarnir sem myndast líklega rétt rúmur metri eða svo og í kjölfar árekstursins flýgur Lunar Reconnaissance Orbiter yfir svæðið í leit að gígunum. Vísindamenn vonast til að læra um eiginleika fjallsins með því að skoða efniskvettuna út frá gígnum.

Lesa má nánar um Ebb og Flow hér.

mbl.is