Tíðari dauðsföll þrátt fyrir mildari sígarettur

Sígarettur þykja miður hollar.
Sígarettur þykja miður hollar. PAUL YEUNG

Ný bresk rannsókn sýnir að tíðari dauðsföll kvenna vegna reykinga megi rekja til breytts neyslumynsturs. Konur hafi á síðustu áratugum byrjað fyrr og reyki meira en áður.

Fyrsta kynslóð reykjandi kvenna tók upp ósiðinn á árunum 1950-1960. Konur sem hófu að reykja á þessum tíma voru þrefalt líklegri til að þróa með sér lungnakrabbamein en þær sem aldrei byrjuðu.

Þetta hlutfall hefur aukist og eru reykingakonur í dag 25 sinnum líklegri til þess að fá lungnakrabbamein en konur sem ekki reykja. Þetta hlutfall er svipað hjá körlum. 

Segja læknarnir sem stýra rannsókninni að ástæða þess að tíðni lungnakrabbameins hafi vaxið svo mikið á síðastliðnum 50 árum ekki hafa einhlíta skýringu.

Telja þeir þó líklegt að sígarettutegundir sem nefndar hafa verið mildar eða „ligtht“, sem höfðað hafi til kvenna, séu ekki síður heilsuspillandi sökum þess að reykingamaðurinn andar dýpra til þess að fá sambærilegt magn nikótíns í líkamann og sá sem reykir sterkari tegundir.  

Bresk rannsókn sem kynnt var í fyrra sýnir að konur sem reykja alla ævi deyja að jafnaði 10 árum fyrr en þær sem gera það ekki. Þær konur sem hætta að reykja fyrir þrítugt voru þó að meðaltali ekki í meiri hættu á því að deyja af völdum sjúkdóma tengda reykingum en aðrar konur. 

BBC segir frá 

Neyslumynstur kvenna hefur breyst.
Neyslumynstur kvenna hefur breyst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert