Neysla ávaxta dregur úr heilaáföllum

mbl.is/Gúna

Með því að auka magn kalíns í fæðunni og að draga úr saltneyslu lækkar blóðþrýsting og minnkar hættu á heilaáföllum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt er í British Medical Journal.

Niðurstöðurnar sýna m.a. fram á gagnlegt er að auka neyslu á ávöxtum um 2-3 skammta dagalega en ávextir innihalda mikið magn kalíns. Til að bæta um betur er svo gott að draga úr saltneyslunni.

Kalín hefur samkvæmt rannsókninni góð áhrif á blóðþrýstinginn en hefur ekki slæm áhrif á nýrun eða hormónajafnvægi líkamans.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur í kjölfar rannsóknarinnar í fyrsta sinn gefið út leiðbeiningar um neyslu kalíns. Stofnunin ráðleggur nú fullorðnum að neyta að minnsta kosti 4 gramma af kalíni á dag.

Sjá umfjöllun BBC um rannsóknina hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert