Flýgur fyrir orku sólar

Fyrsta mannaða flugvélin sem flýgur fyrir orku sólarinnar lenti í myrkri á flugvelli í suðvesturhluta Bandaríkjanna í dag.

Vélinni sem kallast Solar Impulse er flogið af Svisslendingnum Bertrand Piccard. Hún lenti á Sky Harbor-flugvelli í Phoenix um kl. 7.30 í morgun að íslenskum tíma. Átján klukkustundum fyrr hafið hún tekið á loft frá Kaliforníu. 

Hér má fylgjast með ferðalagi vélarinnar í beinni.

Solar Impulse tekur á loft frá flugvelli í Kaliforníu í …
Solar Impulse tekur á loft frá flugvelli í Kaliforníu í gær. AFP
Solar Impulse fyrir flugtak í gær.
Solar Impulse fyrir flugtak í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert