Ástralir horfðu til himins

Fjölmargir Ástralar horfðu til himins í dag þegar þeim gafst kostur á að sjá sólmyrkva. Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. 

Svo virðist sem allir hafi verið vel búnir til að sjá sólmyrkvann en á Vísindavefnum segir um sólmyrkva: „Aldrei má horfa á sólina með berum augum eða með einhvers konar sjóntæki, eins og handsjónauka eða stjörnusjónaukum. Alls ekki nota sólgleraugu, ljósmyndafilmur, reyklitað gler, röntgenfilmur, ljósmyndasíur eða diskettufilmur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert