Apple og Samsung deila enn

iPhione Apple
iPhione Apple AFP

Yfirvöld í Suður-Kóreu lýstu áhyggjum sínum yfir ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum, en með ákvörðuninni var bann á sölu tiltekinna vara Apple, sem talið er að brjóti gegn einkaleyfum Samsung, fellt úr gildi. Vörurnar sem um ræðir eru ekki lengur í almennri sölu í Bandaríkjunum. Meðal þeirra má nefna iPhone 3, iPad 3G og iPad 2 3G.

Talið er að með ákvörðuninni hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum tekið stöðu með Apple í deilunni við tæknirisann Samsung, sem er stærsta tæknifyrirtæki heims með mesta markaðshlutdeild á farsímamarkaði.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1987 sem ákvörðun sem þessi er felld úr gildi í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert