Ísbjörninn Gus allur

Gus naut mikilla vinsælda.
Gus naut mikilla vinsælda. AFP

Sorg ríkir í dýragarðinum í Central Park í New York eftir að Wildlife Conservation Society (WCS) greindi var frá því að ísbjörninn Gus væri allur. Hann var 27 ára gamall.

Talið er að um 20 milljónir gesta hafi heimsótt Gus í dýragarðinn, en hann var frægur fyrir sína sérstöku sundspretti.  Þá var m.a. gefin út bók sem byggði á ævi ísbjarnarins. 

WCS segir að Gus hafi verið svæfður. Hann hafði misst matarlyst og átti erfitt með að éta. Þá höfðu dýralæknar fundið stórt æxli við skjaldkirtil ísbjarnarins sem ekki væri hægt að fjarlægja með skurðaðgerð. 

Samtökin segja að meðalaldur ísbjarna í dýragörðum sé 20,7 ár.

Gus fæddist í Toledo árið 1985 og flutti hann til New York árið 1988, þar sem hann varð andlit dýragarðsins. Reglulega var fjallað um hann í dagblöðum og þá birtist hann í mörgum auglýsingum. 

„Gus var tákn í dýragarði Central Park og mikill gleðigjafi,“ segir Jim Breheny, aðstoðarframkvæmdastjóri WCS.

„Hann var mikilvægur sendiherra sinnar tegundar, en hann vakti athygli á þeim vanda sem ísbirnir standa frammi fyrir í óbyggðum vegna breytinga á þeirra umhverfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert