„Gangandi“ hákarl í Indónesíu

Ný tegund af hákarli sem „gengur“ eftir sjávarbotninum með því að nota uggana líkt og litla fætur var nýlega uppgötvuð í austurhluta Indónesíu. Hákarlinn, sem er brúnn og hvítur á litinn, ýtir sér sjálfur eftir botni sjávarins þegar hann leitar ætis á kvöldin, að sögn vísindamanna.

Hákarlinn verður að hámarki 80 sentimetrar að lengd og er ekki hættulegur mönnum. Tegundin er frekar lítil miðað við aðra hákarla og er sporðurinn venjulega lengri en skrokkurinn. Hákarlinn er aðallega að finna á hitabeltissvæðum í kringum Indónesíu, Ástralíu og Papúa-Nýju Geníu.

The Telegraph
mbl.is