Pönduhúnn kominn í heiminn

Móðirin sleikir nýfæddan húninn blíðlega og býður hann velkominn í …
Móðirin sleikir nýfæddan húninn blíðlega og býður hann velkominn í heiminn. GUSTAVO FERNANDEZ DUQUE

Risapanda í dýragarðinum í Madríd gaut agnarsmáum hún fyrr í dag eftir 131 dags meðgöngu. Pandan, sem heitir Hua Zui Ba, á fyrir tvo húna úr sama goti.

Samkvæmt yfirlýsingu frá dýragarðinum grét húnninn hástöfum er hann kom í heiminn og tók móðir hans húann um leið í fangið og sleikti af mikilli umhyggju. Móður og hún heilsast nú vel.

Þá mun Hua Zui Ba mögulega gjóta aftur á komandi klukkustundum þar algengt er að pöndur gjóti tveimur húnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina