Miskunnarlausar veiðar á nashyrningum

Veiðiþjófar hafa drepið 688 nashyrninga í Suður-Afríku það sem af er ári. Þeir hafa drepið fleiri nú en allt síðasta ár. 

Hvergi í heiminum eru fleiri nashyrningar en í Suður-Afríku en þeir eru nú drepnir í stórum stíl og horn þeirra seld á svörtum markaði í Asíu. Árið 2007 drápu veiðiþjófar aðeins 13 nashyrninga í landinu.

Flest dýrin voru drepin í hinum fræga þjóðgarði Kruger. Frá því í janúar hafa veiðiþjófar drepið 425 nashyrninga í garðinum. 

Dýraverndunarsamtök benda á að nú séu álíka margir nashyrningar drepnir í landinu og fæðast þar. Haldi áfram sem horfi verði fækkun í stofninum.

Í Asíu trúa því margir að horn nashyrninga hafi lækningamátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert