Fæddist með aukahöfuðkúpu

Stúlkanfæddist með tvö höfuð.
Stúlkanfæddist með tvö höfuð.

Læknum í Afganistan hefur tekist að fjarlægja aukahöfuðkúpu af tveggja mánaða barni. Barnið var útskrifað af sjúkrahúsi í dag, en aðgerðin var gerð í síðustu viku.

Læknar segja að aðgerðin hafi verið flókin því að taugar og æðar hafi verið tengdar við aukahöfuðkúpuna.

Foreldrar stúlkunnar, sem heitir Asree Gul, eru bændur í Chaparhar-héraði í Afganistan. Móðir hennar eignaðist tvíbura. Önnur stúlkan var rétt sköpuð og heilbrigð. Asree Gul, fæddist hins vegar með tvær hauskúpur. Læknar telja að í reynd hafi þrjú börn orðið til í móðurkviði, en þriðja barnið hafi hins vegar ekki náð að þroskast en vaxið út frá höfuðkúpu Gul.

Læknar segja í frétt BBC um málið, að Gul hafi átt erfitt með að sofa með tvær höfuðkúpur. Hún hafi líka mætt fordómum í þorpinu sem hún bjó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...