Grænland: Hreindýrum fækkar vegna hlýnunar

Hlýnun jarðar hefur haft skaðleg áhrif á hreindýr á Vestur-Grænlandi, ef marka má rannsókn vísindamanna. Hún hefur orðið til þess að færri hreindýrskálfar fæðast og fleiri deyja áður en þeir komast á legg, að sögn vísindamanna sem skrifuðu í tímaritið Nature Communications. Vísindamennirnir rekja þetta til þess að hlýnunin og bráðnun jökulsins hafi orðið til þess að plöntur, sem hreindýr lifa á, byrja að vaxa miklu fyrr en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert