„Yndislegur“ tígrishvolpur kom í heiminn

Tígrislæðan Melati ól „yndislegan“ hvolp í dýragarðinum í London. Þetta er í fyrsta sinn í sautján ár sem tígrishvolpur kemur í heiminn í garðinum.

Móðirin er fimm ára gömul. Hríðirnar stóðu aðeins í sex mínútur. 

Dýrahirðar garðsins höfðu haldið því leyndu að Melati væri ólétt. Þeir földu svo myndavélar við búr hennar þegar að fæðingunni kom. Þeir segja litla hvolpinn „yndislegan“.

mbl.is