Vélmenni kæmi slösuðum til bjargar

Maður reynir að bjarga konu sem liggur slösuð á jörðinni en er skotinn til bana af leyniskyttu. Svona atvik eru því miður of algeng en nú vinna verkfræðingar að hönnun vélmennis í von um að það geti bjargað slösuðu fólki á hættulegum stöðum.

Verkfræðingar frá Sýrlandi vinna nú að smíði vélmennisins í öruggu skjóli í Tyrklandi. Einn þeirra átti ástvin sem lá á götunni í viku áður en hann var fjarlægður þaðan, en átök hafa geisað í Sýrlandi síðustu ár.

Vonast verkfræðingar til að geta skilað af sér tilraunaeintaki í lok ársins. Smíð vélmennanna er afar dýr og hafa þeir þurft að reiða sig á styrki vegna hennar. Markmiðið er hins vegar göfugt og takist þeim ætlunarverkið, verður vonandi nokkrum mannslífum bjargað í framtíðinni.mbl.is