Tveir furðufiskar vekja furðu

Starfsfólk Catalina Island sjávardýrastofnunarinnar með síldakóng sem fannst í síðustu ...
Starfsfólk Catalina Island sjávardýrastofnunarinnar með síldakóng sem fannst í síðustu viku. AFP

Samfélagsmiðlar hafa undanfarna daga logað í samsæriskenningum um hvernig það megi vera að tveir afar sjaldgæfir furðufiskar hafi rekið á land með nokkurra daga milli bili. Hafa m.a. verið rifjaðar upp japanskar þjóðsögur sem segja slíkt boða jarðskjálfta. 

„Sæskrímslið“ sem um ræðir heitir síldakóngur (e. oarfish). Hann heldur til í heitum sjó en á miklu dýpi og sést því mjög sjaldan. Þá hefur atferli hans af þessum sökum verið lítið rannsakað. Undanfarna daga hefur tvo dauða síldakónga hins vegar rekið upp í fjörur í Kaliforníu. 

Fyrri fiskurinn var 5,5 metra langur. Sá síðari 4,3 metrar.

Vísindamenn eru þó fullir efasemda að þessi sérkennilega skepna geti spáð fyrir um jarðskjálftavirkni með þessum hætti. Hins vegar geta þeir ekki leyst ráðgátuna um furðufiskana í fjörunni.

Fyrri fiskurinn hefur verið krufinn og hann var vel nærður og engin ummerki fundust um að hann hafi verið veikur. „Hann leit nógu vel út til matreiðslu - ef þú átt risa stóra pönnu,“ hefur BBC eftir líffræðingnum Ruff Zetter.

Einnig er verið að mæla geislun í hræinu, m.a. vegna lekans sem verð í Fukushima kjarnorkuverinu hinum megin við Kyrrahafið.

Síldakóngur getur orðið 15 metra langur og getur vel kafað niður á 1.000 metra dýpi.

Síldakóngur.
Síldakóngur. AFP
mbl.is