Verða kynþroska fyrr en áður

Stúlkur verða kynþroska mun fyrr en áður.
Stúlkur verða kynþroska mun fyrr en áður. AFP

Stúlkur af öllum kynþáttum verða fyrr kynþroska en áður. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn eru getur leiddar að því að offita sé þar áhrifavaldur, einkum hjá hvítum stúlkum.

Bent hefur verið á samhengi milli þess að verða kynþroska snemma. Svo sem aukna hættu á brjóstakrabbameini og í æxlunarfærum. Eins séu meiri líkur á að vera með of háan blóðþrýsting og þunglyndi ef viðkomandi hefur orðið kynþroska ungur.

Að meðaltali byrja hvítar stúlkur að fá brjóst 9,7 ára að aldri og er það fjórum mánuðum fyrr en í sambærilegri rannsókn árið 1997, samkvæmt rannsókninni sem er birt í læknaritinu Pediatrics.

Hár líkamsfitustuðull fylgir yfirleitt ef stúlkur byrja ungar að fá brjóst en rannsóknin beindist að 1.200 ungum stúlkum í New York, San Francisco svæðinu og Cincinnati.

mbl.is
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...