Smástirni með sex hala

Halar fyrirbærisins sáust á myndum Hubble-geimsjónaukans.
Halar fyrirbærisins sáust á myndum Hubble-geimsjónaukans. AFP

Stjörnufræðingar klóra sér í kollinum yfir fyrirbæri sem þeir sáu nýverið með sjónaukanum Hubble. Um er að ræða smástirni sem er með sex hala, svipaða þeim sem halastjörnur bera. Aldrei áður hefur fyrirbæri sem þetta sést áður.

Á Stjörnufræðivefnum segir að fyrirbærið sé í smástirnabeltinu og líkist helst garðúðara eða fokku. En þó svo fyrirbærið sé í smástirnabeltinu virðist það vera halastjarna og af því rýkur ryk út í geiminn.

Stjörnufræðingar hafa aldrei sé nokkurt fyrirbæri þessu líkt og klóra sér nú í kollinum í leit að skýringum á því.

Halar fyrirbærisins sáust á myndum Hubble-geimsjónaukans sem teknar voru 10. september síðastliðinn. Þegar Hubble beindi sjónum sínum á ný að smástirninu 23. september, hafði það breyst og virtist hafa umvenst.

Stjörnufræðivefurinn

mbl.is