Mögnuð mynd af hringjum Satúrnusar

Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, hefur gefið út nýja ljósmynd sem sýnir hringi Satúrnusar. Myndin var tekin úr geimfarinu Cassini í sumar. Myndin er samsett úr 141 mynd og sýnir náttúrulega liti hringjanna, að því er fram kemur á vef NASA.

Cassini tók einnig í sumar magnaðar myndir af jörðinni og er þetta í fyrsta sinn sem jarðarbúar vita fyrirfram af slíkri myndatöku. NASA bað því almenning að finna Satúrnus á himninum eða að veifa til himins. Um 20 þúsund manns tóku þátt í því.

Satúrnus er önnur stærsta plánetan í okkar sólkerfi. 

Cassini var skotið á loft í október árið 1997 og er fyrsta geimfarið sem fer á sporbaug um Satúrnus. Það gerðist í júní árið 2004.

mbl.is