Ætla að senda pakkana með smáþyrlu

Forstjóri netverslunarinnar Amazon, Jeff Bezos, segir að fyrirtækið ætli í framtíðinni að koma sendingum til viðskiptavina sinna með því að nota fjarstýrðar smáþyrlur. Þyrlurnar munu koma pökkum til skila á innan við þrjátíu mínútum, svo lengi sem viðskiptavinurinn er í innan við 16 kílómetra fjarlægð frá næstu birgðastöð Amazon.

Þyrlurnar geta borið allt að 2,3 kílóa pakka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert