Jólasveinar taka yfir síma og spjaldtölvur

Mynd úr jólasveinadagatali með íslensku jólasveinunum.
Mynd úr jólasveinadagatali með íslensku jólasveinunum.

Rétt rúm vika er þar til einn þrettán bræðra laumar að næturlagi gotti í skó íslenskra barna sem hafa verið þæg. Vísast til verður mikið rætt um það hvaða jólasveinn það var sem gaf hitt eða þetta. Og hafi fólk þetta ekki á tæru eru til þess gerð „öpp“ komin á markað sem láta vita hvaða sveinn er á leið til byggða.

Stutt eftirgrennslan mbl.is leiddi í ljós að bæði eru til jólasveinadagatöl fyrir eigendur síma sem keyra á stýrikerfinu Windows, svonefnda Windows-síma, og fyrir spjaldtölvur af gerðinni iPad.

Í útgáfunni fyrir Windows-símana er hægt að nálgast lýsingar af sveinunum ásamt jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þá eru sendar út skjátilkynningar þegar jólasveinar fara á stjá.

Í útgáfunni fyrir iPad er hægt að fá áminningu um hvaða jólasveinn kemur næst og senda hana á samfélagsvefinn Facebook. Þá er hægt að nálgast upplýsingar um jólasveinana og spila jólaleik.

Útgáfan fyrir Windows-síma

Útgáfan fyrir iPad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert