Hægt verði að votta samúð á Facebook

AFP

Verkfræðingar Facebook íhuga nú að við nýjum valmöguleika. Flestir ættu að kannast við takkann þar sem notendur geta gefið til kynna að þeir kunni að meta stöðuuppfærslu, mynd eða annað sem vinir þeirra deila á Facebook. Nú er lagt til að þumallinn geti einnig snúið niður.

Takkinn sýnir þumal sem vísar upp í loft, eða „like“. Nú er rætt um að bæta við nýjum möguleika þannig að notendur geti vottað samúð sína eða gefið til kynna að þeir kunni ekki að meta það sem kemur fram á samskiptamiðlinum.

Ef notandi velur sýna ákveðna tilfinningu, að hann sé leiður eða niðurdreginn, þegar hann skrifar stöðuuppfærslu, þá sýnir tappinn ekki lengur „like“, heldur „sympathise“, eða að votta samúð. Telja verkfræðingarnir að þetta sé viðeigandi leið til þess að styðja vin sem hefur fengið slæmar fréttir, líkt og frétt af andláti ástvinar, eða ef vinurinn hefur átt slæman dag.

Breytingin hefur ekki verið samþykkt.

Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu.


Sky-sjónvarpsstöðin
mbl.is
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...