Skorti Gollum bara D-vítamín?

Gollum.
Gollum. Af vef Wikipedia.

Töpuðu vondu söguhetjur J.R.R. Tolkein í Hobbitanum bardaganum gegn mönnum, álfum og dvergum vegna vítamínskorts? Greint var frá heldur óvenjulegri könnun í dag, en þar er athyglinni beint að matarræði og lífsvenjum þessara vera.

Hugsaðu fallega til drekans Smeygins, felldu tár vegna Gollris og faðmaðu Ork. Ef þeir hefðu bara étið smá grænmeti eða reyktan lax, eða jafnvel notið sólarinnar, þá hefði lífið ef til vill leikið við þá.

Hugmyndin er kynnt af Nicholas Hopkinson, lækni við Imperial-framhaldsskólann London og syni hans, Joseph, í jólaútgáfu Medical Journal of Australia. Svipuðust þeir um eftir heimildum í Hobbitanum og litu sérstaklega til aðstæðna vondu söguhetjanna, venja og mataræðis.

Vegna lélegs mataræðis sem stóð til að mynda saman af rotnu kjöti, að minnsta kosti í tilviki Gollris og skorti á sólarljósi, þá fengu þeir ekki nægilega mikið D-vítamín, en það er mikilvægt fyrir bein og vöðva.

Komust þeir meðal annars að þeirri niðurstöðu að aðalsöguhetja og hetja Hobbitans, Bilbo Baggins, innbyrti nóg af D-vítamíni. Bilbo bjó vissulega í holu, en þar voru þó gluggar og hann naut þess einnig að sitja úti í garði í sólinni. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir í bókinni, hrakfarir og vandræði, þá stendur hann samt uppi sem sigurvegari.

mbl.is