Demantar á Suðurheimskautinu?

Ástralskir jarðfræðingar telja mögulegt töluvert magn demanta sé að finna á Suðurheimskautinu. Rannsóknarhópur greindi frá því í dag að þeir hefðu fundið berg, svokallað kimberlít, í fjöllum í austurhluta Suðurheimskautsins.

Engir demantar hafa fundist í sýnunum sem tekin voru en í rannsóknarmennirnir segja að gerð steindarinnar sé nákvæmlega eins og aðrar á öðrum stöðum í heiminum þar sem demantar hafa fundist.

Eflaust hugsa sér einhverjir gott til glóðarinnar en samkvæmt milliríkjasamningi frá árinu 1961, sem var endurnýjaður árið 1991, er námugröftur þó ekki heimilaður á Suðurheimskautinu. Samningurinn verður næst endurskoðaður árið 2048. 35 þjóðir hafa undirritað samninginn.

Efnið, sem demantar hafa fundist í, kemur fyrir í pípulaga gosrásum sem kallast kimberlítpípur og bergið í þeim kimberlít. Kimberlít er kennt við demantanámuna í Kimerley í Suður-Afríku sem er frægasta demantanáma heims.

Árið 1871 fann kokkur stóra stein þegar hann var að grafa við sveitabæ í bænum. Tæpu ári síðar voru um 50 þúsund gullgrafarar mættir á svæðið.  Næstum helmingur allra demanta sem fundist hafa eru frá Mið- og Suður-Afríku en einnig hefur fundist nokkurt magn í Kanada, Indlandi, Rússlandi, Brasilíu og Ástralíu.

mbl.is