Þeytti ljóninu hátt upp í loftið

Buffalóinn þeytir ljóninu hátt uppi í loft.
Buffalóinn þeytir ljóninu hátt uppi í loft.

Flestum finnst merkilegt að sjá ljón í þjóðgarði, en enn merkilegra er þó að sjá ljón sem er hent nokkra metra upp í loftið. Ian Matheson og sonur hans Oliver urðu einmitt vitni að þessu í Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku.

Nokkur ljón höfðu náð að fella buffalóa í þjóðgarðinum, en þegar ljónynja hugðist gæða sér á bráð sinni kom annar buffalói og rak hornin í hana og þeytti henni hátt upp í loft; ekki einu sinni heldur tvisvar.

Dýrin gengu öll lifandi frá þessum hildarleik, en það verður þó að teljast sennilegt að ljónið hafi skaðast af þessar meðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert