Komust yfir Snapchat notendanöfn og símanúmer

Höfuðstöðvar Snapchat eru í Venice í Kaliforníu.
Höfuðstöðvar Snapchat eru í Venice í Kaliforníu. AFP

Tölvuþrjótar hafa komist yfir notendanöfn og símanúmer sem tengjast 4,6 milljónum notendum Snapchat. Upplýsingarnar voru birtar um tíma á netinu á vefsíðu sem kallast SnapchatDB. Tveir síðustu tölustafir símanúmeranna voru hins vegar teknir út. 

Búið er að loka vefsíðunni að því er fram kemur á vef BBC. Þar segir hins vegar að menn geti enn nálgast efnið annars staðar. 

Ástralska veföryggisfyrirtækið Gibson Security greindi fyrir skemmstu frá því að veikleika eða galla væri að finna í Snapchat smáforritinu sem tölvuþrjótar gætu misnotað. 

Forsvarsmenn fyrirtækisins taka það fram að þeir tengjast þessari tölvuárás ekki á nokkurn hátt. 

Tölvuhakkararnir sem settu upp vefsíðuna SnapchatDB segjast hafa nýtt sér öryggisgallann sem Gibson Security benti á.

mbl.is