Risaeðlur á áður óþekktu svæði

Beinagrind þórseðlu.
Beinagrind þórseðlu. Mynd af Wikipedia

Sænskt teymi fornleifafræðinga greindi frá því fyrr í dag að í fyrsta skipti hefðu líkamsleifar af risaeðlum fundist á Arabíuskaganum.

Tennur og bein, sem talin eru vera um 72 milljón ára gömul, fundust við uppgröft á norðvesturhluta skagans við Rauða hafið. Svæðið er núna eyðimörk, en á þeim tíma var það strönd á Afríkuskaganum, en Arabíuskaginn var þá að mestu leyti undir sjó.

Leifarnar sem fundust eru annars vegar hali af grasætunni þórseðlu, sem var rúmlega 20 metrar að lengd, og hins vegar tennur úr kjöteðlu af abelisaurid-tegund.

Leifar af sambærilegum risaeðlum hafa áður fundist í Norður-Afríku, Madagaskar og Suður-Ameríku. Þykir fundurinn því vera afar merkilegur.

mbl.is