Skyggnast í stækkunargler Pandóru

Vetrarbrautirnar í Pandóruþyrpingunni er í um 3,5 milljarða fjarlægð frá ...
Vetrarbrautirnar í Pandóruþyrpingunni er í um 3,5 milljarða fjarlægð frá sólkerfi okkar en þær sem hún magnar upp eru enn fjarlægari. ESA/Hubble

Stjarnvísindamenn hafa náð dýpstu mynd sem náðst hefur af þyrpingu stjörnuþoka með Hubble-geimsjónaukanum. Þyrpingin nefnist Pandóruþyrpingin (Abell 2744) og er hún talin hafa myndast við árekstur margra slíkra vetrarbrautaþyrpinga.

Vetrarbrautir sem sjást á myndinni eru í um tólf milljarða ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar og sýnir hún því hvernig þær litu út tiltölulega stuttu eftir miklahvell, borið saman við aldur alheims.

Magnar upp ljósið

Myndin er sú fyrsta úr svokölluðu Frontier Fields-verkefni Hubble-sjónaukans en það gengur út á að skyggnast dýpra út í alheiminn en nokkru sinni áður að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Þetta er gert með því að láta sjónaukann kanna svonefndar þyngdarlinsur í kringum sex mismunandi vetrarbrautaþyrpingar.

Efnismikil fyrirbæri eins og vetrarbrautarþyrpingar hafa svo mikinn þyngdarkraft að þær sveigja og bjaga geiminn í kringum sig. Þetta verður þess valdandi að ljós frá enn fjarlægari fyrirbærum á bak við þessar náttúrulegu linsur bjagast. Þyngdarlinsan magnar upp ljósið frá þessum fyrirbærum sem eru alla jafna of dauf og fjarlæg til að sjást og gerir þau sýnileg.

Alls má þannig greina yfir þrjú þúsund vetrarbrautir á mynd Hubble sem Pandóruþyrpingin magnar upp en henni tilheyra hundruð vetrarbrauta í forgrunninum. Sú daufasta þeirra er tíu til tuttugu sinnum daufari en nokkur vetrarbraut sem áður hefur sést frá jörðinni.

Myndirnar frá Hubble verða notaðar ásamt myndum frá Spitzer-sjónaukanum og Chandra-röntgensjónaukanum til að varpa frekara ljósi á uppruna vetrarbrauta og svarthola í miðju þeirra.

Stærri en búist var við

Á fundi bandarísku stjarnvísindasamtakanna þar sem myndin af Pandóruþyrpingunni var kynnt var greint frá fleiri uppgötvunum. Þannig greindu vísindamenn frá því að þeir hefðu myndað fjórar ungar vetrarbrautir eins og þær voru aðeins 500 milljón árum eftir miklahvell. Hubble-sjónaukinn hefur áður náð myndum af svo ungum vetrarbrautum en það kom á óvart að þær voru 10-20 sinnum bjartari en þær sem áður hafa sést.

„Þær voru mun stærri en við áttum von á að finna. Þær eru aðeins 1% af vetrarbrautinni okkar en það er stór stjörnuþoka svo snemma í sögunni,“ segir dr. Garth Illingworth við Háskólann í Kaliforníu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...