Lyf sem gæti stöðvað útbreiðslu brjóstakrabbameins

Kona í brjóstamyndatöku.
Kona í brjóstamyndatöku. AFP

Vísindamenn við Cardiff-háskóla í Bretlandi gera nú frumtilraunir með lyf sem gæti stöðvað útbreiðslu banvæns brjóstakrabbameins, að því fram kemur í frétt Sky-fréttstofunnar um málið.

Vísindamennirnir vinna nú með líftæknifyrirtækinu Tiziana að frekari þróun lyfsins. 

Dreifing krabbameins æxla til líffæra svo sem lifrar, heila og lungna, svokölluð meinvörp, er helsta ástæða þess að fólk deyr úr krabbameini, segir í frétt Sky.

Um 12.000 breskar konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein fá meinvörp , oft nokkrum árum eftir að þær eru fyrst greindar með krabbamein.

Rannsókn vísindamannanna við Cardiff-háskóla byggir á rannsóknum á erfðavísi sem kallast Bc13 en talið er að það gegni lykilhlutverki við útbreiðslu brjóstakrabbameins.

Rannsóknin í Cardiff háskóla á verkun lyfsins hefur enn sem komið er aðeins verið gerð í tölvulíkani og á músum á rannsóknarstofu. 

„Við höfum sýnt fram á að með því að bæla niður erfðavísinn er hægt að minnka útbreiðslu krabbameinsins um 80%,“ segir Richard Clarkson, einn þeirra sem tekur þáttí rannsókninni.

Hann segir næsta skref að hefja lyfjaþróun. 

Frétt Sky í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert