Dýrin hrynja niður í Surabaya

Þriggja ára komododreki fannst dauður í búri sínu í Surabaya dýragarðinum á Jövu í Indónesíu í morgun. Dýragarðurinn hefur verið í töluvert í fréttum að undanförnu en dýr þar hafa hrunið niður hvert af fætur öðru á síðasta hálfa árinu. Komododrekinn er 105 dýrið sem drepst síðan í júlí í fyrra.

Það sem af er ári hafa fimm dýr drepist í Surabaya dýragarðinum, sem er sá stærsti í Indónesíu. Í gær drapst dádýr og 18 mánaða ljón drapst snemma í janúar, svo tvö dæmi séu tekin. Stjórn dýragarðsins var skipt út á síðasta ári en svo virðist sem dýrin hafi það ekkert betra. Kallað hefur verið eftir því að dýragarðinum verði lokað.

Rannsókn er hafinn á dauða komododrekans en um er að ræða eðlutegund sem kennd er við eyjuna Komodo á Indónesíu. Eðlan sem er stærsta eðla heims er í útrýmingarhættu og er talið að aðeins séu eftir um 5.000 dýr. Eðlurnar finnast eingöngu villtar á eyjunum Komodo og Rinca.

Eðlan hefur tennur sem minna mest á hákarlatennur og er bit hennar svo eitrað að það dregur menn til dauða á nokkrum klukkutímum fái þeir ekki móteitur gegn því.

Komodo drekar geta orðið allt að 3 metrar á lengd og 70 kg og eru þeir mjög vinsælir í dýragörðum í Bandaríkjunum og Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert