Risavaxin marglytta „mikilfenglegt dýr“

Marglyttan risastóra sem fannst í Tasmaníu.
Marglyttan risastóra sem fannst í Tasmaníu. Ljósmynd/Josie Lim

Vísindamenn í Ástralíu reyna nú að finna út tegund risavaxinnar marglyttu, sem skolaði á land í Tasmaníu. Fjölskylda fann marglyttuna á ströndinni í síðasta mánuði. Skepnan er 1,5 m í þvermál.

Vísindamennirnir segjast hafa vitað að þessi tegund væri til en hún hafi ekki verið skilgreind. Lisa--ann Gershwin, sem rannsakar marglyttuna segir hana „sannarlega mikilfenglegt dýr.“

Í frétt BBC segir að Josie Lim og fjölskylda hennar hafi fundið marglyttuna. Þau tóku mynd af henni í fjörunni. 

 Marglyttan var dauð er hún fannst.

Frétt BBC í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert