Yutu heyrir sögunni til

Könnunarfarið Yutu.
Könnunarfarið Yutu. AFP

Kínverski tungljeppinn Yutu hefur sungið sitt síðasta, en þetta kemur fram í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Í síðasta mánuði komu upp alvarlegar bilanir í vélbúnaði með þeim afleiðingum að jeppinn var að miklu leyti óstarfhæfur.

Yutu lenti á tunglinu 15. desember sl. Þetta var þá í fyrsta sinn frá árinu 1976 sem mjúk lending tókst á tunglinu.

Tilgangur Yutu var einkum sá að rannsaka yfirborð tunglsins og gera jarðfræðirannsóknir.

Yutu var búinn ratsjá sem gat greint samsetningu jarðvegs tunglsins niður á 30 metra dýpi og samsetningu tunglskorpunnar nokkur hundruð metra dýpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert