Erfðir skipta máli varðandi kynhneigð

EPA

Það eru ekki bara erfðir sem skipta máli þegar kemur að kynhneigð fólks en þær hafa samt sem áður áhrif, að því er fram kemur í nýrri bandarískri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Í rannsókninni, sem gerð var meðal 400 karlmanna í Bandaríkjunum, kemur fram að erfðamengi að minnsta kosti tveggja litninga er mismunandi eftir því hvort menn eru samkynhneigðir eður ei.

Er það litningurinn Xq28 sem hefur áhrif á kynhneigð karla en vísindamennirnir segja að þeir viti ekki hvort fleiri gen hafi þar áhrif. Þeir telja einnig rangt að notfæra sér erfðarannsóknir til þess að kanna kynhneigð fólks.

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert