Pítsa sem geymist í þrjú ár við stofuhita

Mynd/AP

Vísindamönnum við rannsóknarmiðstöð bandaríska hersins í Massachusetts hefur nú tekist að framleiða pítsu sem geyma má í þrjú ár við stofuhita án þess að hún skemmist. Pítsa er sá matur sem flestir hermenn í bandaríska hernum biðja um en vandamálið hefur verið að láta hana endast nægilega lengi. 

Bandaríski herinn hætti að notast við dósamat árið 1981 og notar nú í staðinn svokallaðan MRE-mat, eða „meals ready to eat“, á þeim svæðum þar sem hermenn hafa engan aðgang að eldhúsi. „Þú getur í raun sett pítsuna á eldhúsborðið og geymt hana í umbúðunum í þrjú ár og samt borðað hana,“ segir Michelle Richardson, vísindamaður við herstöðina. 

Vandamálið við að útbúa endingargóða pítsu er rakinn í sósunni og ostinum. Um leið og hann kemst í deigið verður það seigt og tekur að mygla. Með því að nota blöndu úr sykri og salti er vatnið nú bundið í sósunni og ostinum og kemst ekki í snertingu við deigið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert