Elsta handtaska heims?

Handtaskan er fagurlega skreytt.
Handtaskan er fagurlega skreytt.

Handtaska frá 14. öld sem fannst í norðurhluta Íraks, er líklega elsta handtaska sem varðveist hefur í heiminum. Taskan er nú til sýnis í Courtauld-galleríinu í London.

Taskan er skreytt með látúni, gulli og silfri og er sú eina sinna tegundar sem til er í heiminum, segir í frétt BBC um málið. Sérfræðingar sem skoðuðu töskuna er hún fannst voru í fyrstu ekki vissir hvað þeir væru með í höndunum. Töldu þeir hana hugsanlega hafa verið geymslu fyrir verkfæri.

Nú er hins vegar talið að um kvenhandtösku sé að ræða. Hún hafi verið búin til í Mósul í Írak á 14. öld.

Flestar skreytingar á töskunni eru íslamskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert