Galaxy S5 kynntur til sögunnar

Samsung kynnti nýjan snjallsíma í gær, Galaxy S5, sem er meðal annars búinn fingrafaraskanna og innbyggðum púlsmæli.

Síminn var til sýnis á stærstu farsímasýningu heims í Barcelona en Samsung er stærsta farsímafyrirtæki heims, með um 30% markaðshlutdeild í snjallsímum. Er það nánast tvöfalt meira en helsti keppinauturinn, Apple.

Hér er hægt að lesa meira um nýja símann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert