Íþróttafötin mæla hjartsláttinn

Á stórri sýningu sem nú fer fram í Barcelona á Spáni má sjá allt það nýjasta úr heimi tækninnar. Margt er svo framúrstefnulegt að halda mætti að það kæmi beint úr vísindaskálsögu.

Á sýningunni kynnir m.a. hópur Frakka íþróttafatnað sem mælir ýmislegt í líkamsstarfseminni. Í fatnaðinn er saumaður búnaður sem m.a. mælir hjartslátt og hita. Fötin eiga að vera hjálpartæki til að ná hámarksárangri í íþróttum - nú eða ræktinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert