Fundu 719 nýjar plánetur

Tölvuteikning af einni plánetunni sem Kepler fann árið 2011.
Tölvuteikning af einni plánetunni sem Kepler fann árið 2011. NASA

Með aðstoð hins kraftmikla stjörnusjónauka Kepler hefur NASA nú fundið mörg hundruð nýjar plánetur. Allar tilheyra þær stjörnukerfum þar sem fleiri en ein pláneta fylgir hverri stjörnu.

Nýrri aðferð var beitt við að greina pláneturnar en sía þarf frá upplýsingunum ýmislegt í geimnum sem getur truflað mælingarnar. Vísindamenn NASA segist hins vegar fullvissir um að þeir hafi nú fundið 719 „raunverulegar“ plánetur.

Kepler var skotið á loft árið 2009. Í fyrra bilaði hann og hefur ekki getað sent gögn síðan þá. Hann hefur hins vegar verið betri en enginn á ferð sinni um geiminn, m.a. greint um 3.500 hugsanlegar plánetur. Nú er búið að staðfesta tilvist um 1.000 þeirra.
 
Sjá ítarlega grein um nýju pláneturnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert