„Eins og Ísland hafi orðið til í gær“

Neil deGrasse Tyson í viðtalsþætti á Fox.
Neil deGrasse Tyson í viðtalsþætti á Fox.

Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn og þáttastjórnandinn Neil deGrasse Tyson, sem stýrir þáttunum Cosmos, fer fögrum orðum um Ísland, en hann segir að landið hafi verið eftirlætisstaður sinn við tökur á nýju þáttunum. Hann sagði Ísland vera bæði ótrúlegt og framandi land. Sýningar á Cosmos hófust í gærkvöldi í Bandaríkjunum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hann svara spurningu áhorfanda, en hann segir m.a. að Ísland ætti með réttu að heita „Eldfjallaland“. 

„Það er eins og Ísland hafi orðið til í gær,“ segir hann og bætti við að Ísland minnti á það hvernig jörðin leit út áður en líf kviknaði á hnettinum.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að svona staður væri til á jörðinni,“ segir hann ennfremur. 

Stjörnufræðivefurinn bendir á þetta myndskeið á facebooksíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert