HIV smitaðist á milli kvenna

Mynd/AFP

Kona í Texas hefur greinst með HIV sem talið er að hún hafi fengið eftir kynferðisleg samskipti við aðra konu sem var með sjúkdóminn. Rannsóknir sýndu fram á að vírusinn sem þær bera báðar er af sömu tegund. 

Starfsmenn „Center for disease control“ í Texas segja beint smit milli tveggja kvenna vera óalgengt og getur verið erfitt að sýna fram á að smitið hafi borist á milli þeirra. Konan sem smitaðist greindist með HIV árið 2012 og kom í ljós að eini bólfélagi hennar mánuðina á undan var kærasta hennar. Þá var hún spurð hvort hún hefði nýverið fengið sér húðflúr en svo reyndist ekki vera. Upp hafa komið tilvik þar sem fólk smitast af nálinni sem notuð er við húðflúrun. 

Sjá frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert