Fljótandi bíll fyrir flóðasvæði

Rafbíll Tsurumakis sem ætlaður er til nota á svæðum þar …
Rafbíll Tsurumakis sem ætlaður er til nota á svæðum þar sem hætta er á flóðum

Japaninn Hideo Tsurumaki varð vitni að því þegar flóðbylgja eyðilagði heimabæ hans í Shizuoka í Japan. Hann ákvað að nýta sér þá reynslu til þess að þróa nýja bifreið, sérhannaða fyrir svæði þar sem mikil hætta er á flóðum og flóðbylgjum.

Tsurumaki hafði áralanga reynslu af störfum hjá bílaframleiðandanum Suzuki og hóf hann smíði á rafmagnsbíl sem flýtur ef hann lendir í djúpu vatni. Ef þessi fjögurra sæta bíll lendir í vatni er hægt að stjórna honum með einföldum hætti líkt og um bát sé að ræða. Þrátt fyrir þessa eiginleika bílsins segir Tsurumaki að það sé ekki ætlunin að bíllinn sé notaður mikið sem bátur. Hann lítur frekar svo á að bíllinn geti þolað einar hamfarir en svo þarfnist hann viðgerðar áður en hægt sé að aka honum aftur um götur. 

Fyrirtæki Tsurumaki mun að öllum líkindum hefja framleiðslu á bifreiðinni í Taílandi árið 2015 og mun hann kosta um níu þúsund dollara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert