Mikil áhrif reykingabanns

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vísindamenn hafa nú rannsakað áhrif reykingabanns á opinberum stöðum á fyrirburafæðingar og astma. Niðurstöðurnar voru birtar í grein í læknatímaritinu The Lancet og gefa til kynna töluvert jákvæð áhrif bannsins. 

Rannsóknin byggðist á gögnum frá ellefu mismunandi rannsóknum í Evrópu og Norður-Ameríku. Niðurstöðurnar benda til þess að eftir að reykingabannið tók gildi hafi tíðni fyrirburafæðinga minnkað um 5% og innlögnum á sjúkrahús vegna astma fækkað um 10%. Alls voru skoðaðar tölur frá 2,5 milljónum fæðinga og frá 250 þúsund astmasjúklingum. 

„Rannsókn okkar sýnir það með skýrum hætti að reykingabannið hefur töluverð jákvæð áhrif á tíðni fyrirburafæðinga og hvetur því WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunina) til þess að vinna að því að skapa reyklaust umhverfi í öllum löndum,“ segir Jasper Been, aðalhöfundur greinarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert