Aukefni fjarlægð úr Powerade og Fanta

Stærsti drykkjarvöruframleiðandi heims, Coca-Cola, ætlar að taka umdeild innihaldsefni úr ákveðnum drykkjum sem eru framleiddir hjá fyrirtækinu. Verður þetta gert fyrir lok ársins og en fjölmargir hafa ritað undir áskorun þar að lútandi.

Samkvæmt frétt BBC er um grænmetisolíu að ræða (Brominated vegetable oil, eða BVO) en hún finnst í ávaxta og íþróttadrykkjum sem Coca-Cola framleiðir, svo sem Fanta og Powerade.

Pepsi fjarlægði efnið úr Gatorade drykknum á síðasta ári og er unnið að því að fjarlægja BVo úr annarri framleiðslu fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert