Bjuggu til lífveru með gervikjarnsýru

Ekki var talið hægt að skapa örverur með gervikjarnsýru.
Ekki var talið hægt að skapa örverur með gervikjarnsýru.

Vísindamönnum hefur tekist að skapa örverur með gervikjarnsýru en með því eru þeir sagðir hafa útvíkkað genalykilinn sem stjórnar erfðum. 

Hermt er að þessi árangur geti átt eftir að leiða til framleiðslu nýrra sýklalyfja, bóluefnis og annarra afurða til lækninga sem núverandi lífefnavísindi geta ekki skapað.

Frá þessu er skýrt í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Í greininni segir að tekist hafi að bæta tveimur einingum við hinn hefðbundna genalykil og síðan fengið bakteríur til að taka við þessum gervikjarnsýrum án mikilla neikvæðra afleiðinga.

„Frumurnar tóku þeim sem eðlilegum hlut,“ segir lífefnafræðingurinn Floyd Romesberg við Scripps-rannsóknarstofnunina í La Jolla í Kaliforníu, en hann hann fór fyrir rannsóknarteyminu sem gerði uppgötun þessa.

Hún þykir leiða í ljós að búa megi til önnur lífsform á annars konar genalykli og nota mætti hinn útvíkkaða lykil til að hanna frumur sem framleitt gætu ný lækningaefni. „Flestir töldu að þetta væri ekki hægt,“ segir lífefnafræðingurinn Steven Benner við Foundation for Applied Molecular Evolution í Gainesville í Flórída, en hann átti ekki aðild að tilraununum. Talið hefur verið að heilbrigð fruma myndi hafna hvers kyns gervi-DNA. „Þeim hefur tekist að fara inn í frumu og fá hana til að starfa, og það kemur flatt upp á menn,“ segir Benner.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert