Sprakk á 10 km dýpi

Kafbáturinn Nereus.
Kafbáturinn Nereus.

Einn fullkomnasti rannsóknarkafbátur í heimi er týndur. Báturinn, sem er fjarstýrður og kallast Nereus, var við rannsóknir á Kermadec-djúpsjávarrennunni norðaustur af Nýja-Sjálandi er samband við hann slitnaði. Um er að ræða eitt dýpsta hafsvæði jarðar. Brak fannst og er því talið að kafbáturinn hafi ekki þolað þrýstinginn á tíu kílómetra dýpi og hreinlega sprungið.

Nereus var flaggskip bandarískra djúpsjávarrannsókna, segir í frétt BBC um málið.

„Nereus aðstoðaði við að rannsaka staði sem enginn hefur áður séð,“ segir Timothy Shank, frá Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI), sem hafði umsjón með bátnum. Hann segir kafbátinn hafa verið einstakan og þó að hann hafi ekki verið í notkun lengi hafi  hann aflað mikilvægra upplýsinga um djúpsævi heimsins. 

Kafbáturinn var smíðaður árið 2008 og kostaði 8 milljónir bandaríkjadala. 

Frétt BBC. 

mbl.is