Sköpunarforrit fyrir verðandi skáld

Orðaflipp
Orðaflipp

Íslenska tölvufyrirtækið Gebo Kano hefur gefið út nýtt forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Forritið sem nefnist Orðaflipp og hefur það að markmiði að sem flestir krakkar geti notið þess að skapa og leika sér með íslensk orð. Sækja má forritið án gjalds og auglýsingalaust.

„Orðaflipp veitir notandanum tækifæri til að hugsa út fyrir boxið, fylla hausinn af hugmyndum, hlæja og skemmta sér. Auk þess að vera öflugt sköpunartól þá bætir Orðaflipp orðaforða og þjálfar málfræði hjá ungum sem öldnum. Orðaflipp er þannig gagnlegt tól fyrir leik, skapandi skrif, byrjendalæsi og almenna íslenskukennslu,“ segir Gebo Kano um forrit sitt.

Sem áður segir má sækja forritið endurgjaldslaust en kennarar, eða aðrir áhugasamir, geta hins vegar keypt sér sérstakan kennaraaðgang að verkefnasmið þar sem þeir geta sérsmíðað verkefni fyrir sína nemendur hvort sem er fyrir byrjendalæsi eða skapandi skrif.

Hér er hægt að sækja Orðaflipp frítt í App Store.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert