Google hannar bíl

A Google self-driving car is seen in Mountain View, California, …
A Google self-driving car is seen in Mountain View, California, on May 13, 2014. A white AFP

Tæknifyrirtækið Google er byrjað að smíða sjálfstýrandi bíl og standa vonir til þess að prufukeyrsla á bílnum geti hafist síðar í ár.

Ekkert stýri verður á bílnum, engin bensíngjöf né heldur bremsa þar sem ekki er þörf á slíkum aukahlutum, segir á bloggi sem Google birti í gærkvöldi. „Það verður ekkert stýri, engin bensíngjöf og ekkert bremsufótstig... af því að bílarnir þurfa þess ekki. Hugbúnaður okkar og skynjarar vinna alla vinnuna,“ sagði bloggi Google í gær. 

Þar kemur fram að Google stefnir að því að smíða um 100 frumgerðir af bílunum. Ef allt fer vel verður bifreiðin prufukeyrð í Kaliforníu. Hámarkshraði frumgerðarinnar verður 40 km á klukkustund.

Frétt Guardian af nýja bílnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert